Bakhliðin: Blær Hinriksson
(Raggi Óla)

Blær Hinriksson (Raggi Óla)

Blær Hinriksson er okkar nýjasti atvinnumaður en hann skrifaði undir samning við Leipzig í vikunni.

Blær sýnir á sér bakhliðina í dag.

Fullt nafn: Blær Hinriksson

Gælunafn: Einhverjir hafa kallað mig Blæsi eða Blesi. En síðan ég fæddist hefur faðir minn kallað mig Massi.

Aldur: 23

Hjúskaparstaða: Giftur leiknum;)

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Með HK árið 2017

Uppáhalds drykkur: Vatn eða sódavatn með lime

Uppáhalds matsölustaður: Spíran garðheimum

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Bon Iver og Michael Jackson

Uppáhalds hlaðvarp: The Diary of A CEO with Steven Bartlett

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Ólafur Darri Ólafsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Leggja áherslu á útbreiðlsu og hækka meðallaun þjálfara.

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 3 klukkutíma...

Fyndnasti Íslendingurinn: Bergur Ebbi

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: “ok gott mál"

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Herði á Ísafirði. Elska samt Ísafjörð.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Pálmarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið með frábæra þjálfara í gegnum tíðina en Gunnar Magnússon og Stefán Árnason eru þeir bestu.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sigurður Jefferson Guarino

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Með handboltalegu sjónarmiði voru það Nikola Karabatic, Aron Pálmarsson og Ólafur Stefánsson.

Helsta afrek á ferlinum: Það á ennþá eftir að koma. En ef ég á að nefna eitthvað, er það Bikarmeistari með UMFA 2023.

Mestu vonbrigðin: Vinna ekki Íslandsmeistaratitil með Aftureldingu.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Jóhannes Berg í FH

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Baldur Fritz og Elín klara

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Nikola Karabatic

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Taka út 7 á 6.

Þín skoðun á 7 á 6: Ekkert spes.

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Horfa á landsliðið vinna silfur á ólympíuleikunum, fara á mína fyrstu handboltaæfingu með HK í Lindaskóla og koma brjálaður heim því enginn sendi boltann á mig.

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Lang oftast Adidas

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ólaf Stefánsson, heimspekilegar pælingar og nóg að ræða. Sigurður Jefferson Guarino, traustur vinur og stutt í hláturinn. Ivano Balic, örugglega stemningsmaður sem gæti kennt mér eitthvað í handbolta.

Hvaða lag kemur þér í gírinn: Akkúrat núna er það ‘ í allan dag ´ með rapparanum Birni ásamt Tiny á plötunni Dyrnar. S/o á Marteinn bngrboy.

Rútína á leikdegi: Borða vel, lyfta, leggja sig og hlusta á góða tónlist.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Hallur Arason. Væri gaman að fá Færeyska anda á ástareyjuna.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég á afmæli á aðfangadag.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Igor Kopyshynskyi. Eðal maður sem er sturlaður í handbolta. Kemur alltaf með eitthvað nýtt trix á hverri æfingu.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Kobe Bryant: Þegar allt kemur til alls - Hvað telurðu skipta mestu máli í lífinu.

Eldri bakhliðar:

Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir

Bakhliðin: Reynir Þór Stefánsson

Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top