Guðmundur Hólmar Helgason (Eyjólfur Garðarsson)
Akureyringurinn, Guðmundur Hólmar Helgason hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Guðmundur Hólmar hefur leikið með Haukum síðustu tvö tímabil en hann gekk til liðs við félagið frá Selfossi. Guðmundur er uppalinn í KA en gekk ungur að árum til liðs við Val áður en hann fór út í atvinnumennsku til Frakklands, nánar tiltekið til Cesson-Rennes. Auk þess lék hann með West Wien í Austurríki. Guðmundur, sem er 33 ára hefur leikið 25 A-landsleiki og fór með Íslandi á eitt stórmót. Sumarið 2020 gekk hann til liðs við Selfoss sem þá voru ríkjandi Íslandsmeistarar frá West Wien. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn á ferli Guðmundar sem hefur nú tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna. Guðmundur glímdi við meiðsli á öxl á síðasta tímabili, lék fjórtán leiki með Haukum í Olís-deildinni og lék að mesti leiti varnarlega með liðinu á loka tímabili sínu á ferlinum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.