U19 stelpurnar enduðu mótið á góðum sigri
(JIG)

U19 (JIG)

Íslenska U19 ára landslið kvenna lauk leik á EM í dag með sannfærandi sigri á Tyrklandi í leik um 15.sæti á mótinu, 36-24. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu íslensku stelpurnar fram úr í þeim seinni.

Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir íslenska liðinu en mest náðu stelpurnar fimm marka forskoti í þeim fyrri 14-9.

Í seinni hálfleik stigu stelpurnar á bensíngjöfina og náðu mest þrettán marka forskoti. Þær höfðu mikla yfirburði og léku við hvern sinn fingur. Vörnin small og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Það fór svo að stelpurnar unnu seinni hálfleikinn 21-12 og leikinn samanlagt 36-24.

Frábær sigur hjá stelpunum og frábær endir Á mótinu.

Þar með er ljóst að stelpurnar enda í 15.sæti á EM en sextán bestu þjóðirnar vinna sér inn þátttökurétt á HM á næsta ári.

Viðtal við Ágúst Jóhannsson þjálfara liðsins birtist í dag þar sem hann fer yfir leikinn og mótið í heild sinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top