Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir (Baldur Þorgilsson)
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir leikmaður Vals er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn á EM U19 kvenna sem fram fór í Svartfjallalandi. Íslenska liðið endaði í 15.sæti á þessu móti. Ásthildur skoraði 50 mörk í þeim 8 leikjum sem íslenska liðið spilaði en athygli vekur að ekkert af þessum 50 mörkum kom úr vítakasti og er hún eini leikmaðurinn á þessum topp 10 lista sem tók ekki víti. Ef að tekinn væri saman listi þar sem mörkin úr vítaköstum væru ekki teknin með þá væri Ásthildur í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn á mótinu. Af leikmönnum íslenska landsliðsins voru Arna Karítas Eiríksdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir næstar á eftir Ásthildi með 34 mörk hvor. Hér má sjá listann yfir tíu markahæstu leikmenn á mótinu
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.