Ásthildur Jóna 8.markahæst á EM U19 kvenna
(Baldur Þorgilsson)

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir (Baldur Þorgilsson)

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir leikmaður Vals er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn á EM U19 kvenna sem fram fór í Svartfjallalandi. Íslenska liðið endaði í 15.sæti á þessu móti.

Ásthildur skoraði 50 mörk í þeim 8 leikjum sem íslenska liðið spilaði en athygli vekur að ekkert af þessum 50 mörkum kom úr vítakasti og er hún eini leikmaðurinn á þessum topp 10 lista sem tók ekki víti.

Ef að tekinn væri saman listi þar sem mörkin úr vítaköstum væru ekki teknin með þá væri Ásthildur í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn á mótinu.

Af leikmönnum íslenska landsliðsins voru Arna Karítas Eiríksdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir næstar á eftir Ásthildi með 34 mörk hvor.

Hér má sjá listann yfir tíu markahæstu leikmenn á mótinu

  • Gabija Pilikauskaite Litháen 82 mörk (27 úr vítum)
  • Maud Horvers Holland 66 mörk (9 úr vítum)
  • Teodora Damian Rúmenía 62 mörk (34 úr vítum)
  • Buket Seven Tyrkland 60 mörk (26 úr vítum)
  • Mia Nedeljkovic Serbía 54 mörk (9 úr vítum)
  • Belen Lario Spánn 53 mörk (11 úr vítum)
  • Vilde Fresvik Noregur 51 mörk (30 úr vítum)
  • Ásthildur J. Þórhallsdóttir Ísland 50 mörk (ekkert úr vítum)
  • Anne Dolberg Plougstrup Danmörk 50 mörk ( 5 úr vítum)
  • Chiara Rohr Þýskaland 50 mörk ( 14 úr vítum)
  • Virag Fazekas Ungverjaland 49 mörk (19 úr vítum)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top