Stelpurnar í U17 liðinu með stórsigur á heimakonum í fyrsta leik á EYOF
U17 landslið kvenna fagnar sigrinum í dag (HSÍ)

U17 landslið kvenna fagnar sigrinum í dag ((HSÍ)

U17 ára landslið kvenna lék í dag sinn fyrsta leik á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Skopje, N- Makedóníu. Þær mættu heimakonum í fyrsta leik í Jane Sandanski keppnishöllinni.

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu sjö marka sigur, 29-22 eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik 16-9. Íslenska liðið spilaði stórgóðan varnaleik og átti Danijela stórgóðan leik í markinu. Það lagði grunninn að því að íslenska liðið gat sótt hratt upp völlinn og skoruðu þær mikið úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju.

Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk úr 6 skotum, Ebba Guðríður Ægisdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir, Tinna Ósk Gunnarsdóttir og Vigdís Arna Hjartardóttir skoruðu 4 mörk hver, Agnes Lilja Styrmisdóttir og Eva Steinsen Jónsdóttir skoru 3 mörk hvor og Hekla Sóley Halldórsdóttir skoraði 1. Í markinu varði Danijela Sara B. Björnsdóttir 12 skot og Erla Rut Viktorsdóttir varði 1.

Næsti leikur stelpnanna er á morgun kl. 16:15 (íslenskur tími) þegar þær mæta sterku liði Noregs. Leikurinn verður sýndur á EHF TV ókeypis en áhorfendur þurfa einungis að stofna aðgang.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top