U17 landslið kvenna fagnar sigrinum í dag ((HSÍ)
U17 ára landslið kvenna lék í dag sinn fyrsta leik á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Skopje, N- Makedóníu. Þær mættu heimakonum í fyrsta leik í Jane Sandanski keppnishöllinni. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu sjö marka sigur, 29-22 eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik 16-9. Íslenska liðið spilaði stórgóðan varnaleik og átti Danijela stórgóðan leik í markinu. Það lagði grunninn að því að íslenska liðið gat sótt hratt upp völlinn og skoruðu þær mikið úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk úr 6 skotum, Ebba Guðríður Ægisdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir, Tinna Ósk Gunnarsdóttir og Vigdís Arna Hjartardóttir skoruðu 4 mörk hver, Agnes Lilja Styrmisdóttir og Eva Steinsen Jónsdóttir skoru 3 mörk hvor og Hekla Sóley Halldórsdóttir skoraði 1. Í markinu varði Danijela Sara B. Björnsdóttir 12 skot og Erla Rut Viktorsdóttir varði 1. Næsti leikur stelpnanna er á morgun kl. 16:15 (íslenskur tími) þegar þær mæta sterku liði Noregs. Leikurinn verður sýndur á EHF TV ókeypis en áhorfendur þurfa einungis að stofna aðgang.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.