U17 ára landslið karla með flugeldasýningu í fyrsta leik
(HSÍ)

Strákarnir kátir eftir sigurinn ((HSÍ)

U17 ára landslið karla vann stórsigur á Spánverjum í fyrsta leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Skopje, N-Makedóníu, 31-19.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og voru komnir með 6 marka forskot, 8-2 eftir 15 mínútna leik. Spánverjum tókst að vinna sig inn í leikinn og var staðan 12-8 þegar gengið var til búningsherbergja.

Fljótt í síðari hálfleik gáfu íslensku strákarnir í og litu aldrei um öxl. Varð svo að þeir unnu stórsigur 31-19.

Gunnar Róbertsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk, Freyr Aronsson skoraði 6, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Alex Unnar Hallgrímsson, Anton Frans Sigurðsson, Bjarki Snorrason, Kristófer Tómas Gíslason, Matthías Dagur Þorsteinsson og Patrekur Smári Arnarsson skoruðu 2 mörk hver og Örn Kolur Kjartansson skoraði 1 mark. Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 12 skot og Sigmundur Gísli Unnarsson 4 skot.

Næsti leikur strákanna er gegn Króatíu á morgun kl. 14:00 (íslenskum tíma). Leikurinn verður sýndur á EHF TV ókeypis en áhorfendur þurfa einungis að stofna aðgang.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top