Ebba Guðríður markahæst í sigri U17 á Noregi
(HSÍ)

Stelpurnar fagna sigrinum í gær ásamt Willum Þór Þórssyni, forseta ÍSÍ (HSÍ)

U17 ára landslið kvenna vann rétt í þessu lið Noregs í öðrum leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik.

Stelpurnar fylgdu eftir góðum sigri á heimakonum í N-Makedóníu í gær og í þetta sinn var það Noregur sem stelpurnar lögðu eftir hörkuleik.

Íslenska liðið tók fljótt frumkvæði í leiknum en voru einungis einu marki yfir eftir fyrri hálfleik, 13-12. Stelpurnar komu tvíefldar til leiks í síðari hálfleik og voru fljótt komnar 5 mörkum yfir, 14-19. Eftir það litu þær aldrei um öxl og unnu að lokum frábæran 30-25 sigur.

Ebba Guðríður Ægisdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 7 mörk, Eva Steinsen Jónsdóttir kom næst á eftir með 5 mörk, Vigdís Arna Hjartardóttir, Tinna Ósk Gunnarsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir skoruðu 3 mörk hver, Roksana Jaros skoraði 2 og Hekla Sóley Halldórsdóttir 1. Danijela Sara B. Björnsdóttir átti stórleik í markinu með 17 bolta varða.

Með sigrinum jafna stelpurnar lið Sviss að stigum sem situr í efsta sæti riðilsins með betri markatölu. Á morgun er því hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en liðið mætir Sviss kl. 16:15 að íslenskum tíma.

Þess má geta að Svissneska liðið er gríðarlega sterkt í þessum aldursflokki en þær unnu European Open mótið síðasta sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top