Gústi Jó hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari
(EHF)

Ágúst Jóhannsson ((EHF)

Ágúst Þór Jóhannsson er hættur sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið nú rétt í þessu. Ágúst hefur verið aðstoðarmaður Arnars Pétursson frá árinu 2020 og farið með liðinu á tvö stórmót í röð.

Nú hefur Ágúst hinsvegar sagt skilið sem aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann tók við karlaliði Vals eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals frá árinu 2017.

Ágúst segir að meginástæðan fyrir því að hann hætti sem aðstoðarþjálfari Arnars sé frekar einfalt. Verkefni kvennalandsliðsins skarist á við verkefni karlalið Vals og það lá því fyrir að hann gæti ekki verið á báðum stöðum í einu.

Kvennalandsliðið er á leiðinni á HM í Þýskalandi um mánaðarmótin nóvember / desember en þá er Olís-deild karla í fullum gangi.

Ágúst staðfesti á sama tíma í samtali við Handkastið að hann stefni á að vera áfram þjálfari yngri landsliða hjá HSÍ en hann er nýkominn heim frá Svartfjalllalandi þar sem hann stýrði U19 ára kvennalandsliði Íslands á EM.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top