5 þjálfarar sem gætu tekið við hlutverki aðstoðarlandsliðsþjálfara
(Kristinn Steinn Traustason)

Arnar Pétursson ((Kristinn Steinn Traustason)

Í gær var greint frá því að Ágúst Þór Jóhannsson væri hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna vegna anna í nýja starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Vals.

Það er því ljóst að Arnari Péturssyni vantar nýjan aðstoðarþjálfara með sér.

Spurningin hver muni taka við af Ágústi Þór í þessu hlutverki hlýtur því að hafa brunnið á vörum margra handknattleiksáhugamanna í dag.

Handkastið ákvað að búa til lista af fimm þjálfurum sem gætu tekið við þessu starfi. Það skal þó áréttað að þetta er eingöngu laufléttur samkvæmisleikur og eingöngu saklausir þankagangar. Mun fleiri nöfn hefðu getað dottið inn á þennan lista.

Óskar Bjarni Óskarsson
Einn allra besti þjálfari sem Ísland hefur átt og vanur því að hoppa í alls konar verkefni bæði fyrir Val og HSÍ. Hefur áður verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en það var þegar Axel Stefánsson stýrði liðinu. Gæti hann hoppað í þetta hlutverk núna? Nú er hann ekki lengur með karlalið Vals og gæti mögulega smokrað þessu inn í dagskrána hjá sér

Rakel Dögg Bragadóttir
Fyrrum landsliðsfyrirliði og öðlaðist dýrmæta reynslu þegar hún þjálfaði kvennalið Fram á síðastliðna tímabili með einmitt Arnari Péturssyni. Þekkir Arnar mjög vel eftir þeirra samstarf hjá Fram og vita bæði að hverju þau ganga. Örugglega margir sem giska á að þessi ráðning gæti orðið lendingin.

Sólveig Lára Kjærnested
Fyrrum landsliðskona og fyrrum þjálfari ÍR. Kom ný og fersk inn í þjálfaraflóruna er hún tók við ÍR liðinu sumarið 2022 og gerði fína hluti þessi 3 ár sem hún þjálfaði liðið.

Magnús Stefánsson
Leiðir Arnars Péturssonar og Magnúsar Stefánssonar lágu fyrst saman vorið 2011 er Arnar fékk Magnús á Eyjuna fögru og spilaði Magnús lengi undir stjórn Arnars. Þekkja hvorn annan út og inn og vita báðir að hverju þeir ganga.

Ásbjörn Friðriksson
Ásbjörn nýbúinn að leggja skóna á hilluna og líka hættur sem aðstoðarþjálfari FH. Þetta starf væri eðli málsins samkvæmt mun minni binding og viðvera en sem þjálfari hjá félagsliði og gæti því hentað Ásbirni vel á þessum tímapunkti. Yrði ef til vill óvænt ráðning hjá HSÍ en að sama skapi áhugaverð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top