Mótið fer frábærlega af stað hjá strákunum (HSÍ)
U17 ára landslið karla vann stórsigur á heimamönnum í síðasta leik sínum í riðlakeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar, 36-27. Strákarnir héldu uppteknum hætti í dag en þeir eru nú búnir að vinna alla leiki sína í mótinu. Á föstudag munu þeir því mæta Ungverjalandi í undanúrslitum mótsins. Alex Unnar Hallgrímsson var markahæstur í dag með 6 mörk, Kári Steinn Guðmundsson og Logi Finnsson skoruðu 5 hvor, Ragnar Arnórsson og Ómar Darri Sigurgeirsson skoruðu 4, Örn Kolur Kjartansson 3, Kristófer Tómas Gíslason, Freyr Aronsson, Anton Frans Sigurðsson og Gunnar Róbertsson skoruðu 2 og Bjarki Snorrason skoraði 1. Sigmundur Gísli Unnarsson átti stórleik í markinu og varði 19 skot, þar af 3 víti. Frídagur verður á mótinu á morgun en á föstudag byrja undanúrslitin þar sem strákarnir mæta Ungverjum. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Króatía og Þýskaland.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.