Stelpurnar eru komnar í undanúrslit (HSÍ)
U17 ára landslið kvenna tapaði í dag 21-34 fyrir landsliði Sviss eftir að hafa verið 10-15 undir í hálfleik. Stelpurnar mættu sterku liði Sviss á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag. Sviss hefur að skipa gríðarlega sterku liði í þessum árgangi en þær unnu Opna Evrópumótið í Gautaborg síðasta sumar. Stelpurnar voru fyrir leikinn búnar að tryggja sæti sitt í undanúrslitum en þær mæta Þýskalandi á föstudaginn kl. 14 á íslenskum tíma. Gera má ráð fyrir að það verði álíka mikil prófraun fyrir stelpurnar okkar en Þjóðverjar unnu silfur á Opna Evrópumótinu síðasta sumar. Agnes Lilja Styrmisdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk, Eva Lind Tyrfingsdóttir og Alba Mist Gunnarsdóttir skoruðu 3 hvor, Ebba Guðríður Ægisdóttir og Valgerður Elín Snorradóttir skoruðu 2, Eva Steinsen Jónsdóttir, Vigdís Arna Hjartardóttir, Tinna Ósk Gunnarsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir og Klara Káradóttir skoruðu 1. Daniljela Sara B. Björnsdóttir var með 7 varða bolta í markinu. Í hinum undanúrslitaleiknum á föstudag mætast svo Sviss og Holland.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.