Talsverðar breytingar – Tenerife og Evrópukeppni framundan
(Sigurður Ástgeirsson)

Eyþór Lárusson ((Eyjólfur Garðarsson)

Handkastið heyrði aðeins í Eyþóri Lárussyni þjálfara kvennaliðs Selfoss og fékk fregnir af kvennaliði Selfoss.

Eyþór fór aðeins yfir sviðið með okkur.

"Í fyrsta sinn frá því ég tók við eru talsverðar breytingar á liðinu milli ára. Við höfum misst frá okkur lykilpósta sem hafa spilað stóra rullu undanfarin ár. Á móti höfum við fengið inn leikmenn sem við bindum miklar vonir við. Við horfum á sama tíma til þess eins og alltaf að okkar yngri leikmenn taki meiri ábyrgð ár frá ári. Við erum með mjög efnilegar og duglegar stelpur sem eru að koma upp. Undirbúningur fyrir nýtt og spennandi tímabil hófst þann 21 júlí. Við munum æfa hér heima fram yfir Versló og síðan fara í æfingaferð til Tenerife. Ragnarsmótið kemur svo í beinu framhaldi af þeirri ferð og þá er orðið stutt í Íslandsmót. Markmiðið okkar verður að gera betur en í fyrra en við erum meðvituð um að það mun taka tíma að slípa liðið saman. Það verkefni er spennandi samhliða því að Selfoss tekur þátt í Evópukeppni í fyrsta sinn kvennamegin" sagði Eyþór

En er eitthvað í pípunum að styrkja liðið áður en flautað verður til leiks á Íslandsmótinu?

"Ef eitthvað dettur inn á okkar borð sem hentar okkur að þá munum við taka það" sagði Eyþór ákveðinn

Selfoss hafði fyrr í sumar samið við Ídu Bjarklindi Magnúsdóttir sem kom frá Víking. Einnig samdi norsk örfhent skytta við liðið hún Mia Kristin Syverud sem kom frá Aker í Norsku B-deildinni.

Stór skörð hafa hinsvegar verið hoggin hjá liðinu eftir að það var tilkynnt að Perla Ruth Albertsdóttir væri ólétt ásamt því að Katla María Magnúsdóttir mun að öllum líkindum spila í Danmörku í vetur. Einnig fór Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir í Aftureldingu og Rakel Guðjónsdóttir fór í Stjörnuna.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top