GYOR ((Attila KISBENEDEK / AFP)
Þýska liðið HB Ludwigsburg stendur frammi fyrir verulegum fjárhagsvandræðum en á heimasíðu félagsins kemur fram að rekstarfélag liðsins, HB Ludwigsburg GmbH &Co. KG hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum. En starfsemi félagsins heldur þó áfram óbreytt að svo stöddu. HB Ludwigsburg hefur borðið höfðu og herðar yfir önnur kvennalið í þýsku deildinni en liðið hefur sex sinnum orðið þýskur meistari, fjórum sinnum þýskur bikarmeistari. Eins hefur liðinu gengið vel í Evrópukeppnum undanfarin ár en þær unnu Evrópudeildina 2022 og spiluðu til úrslita í Meistaradeild kvenna árið 2024. Dr.Holger Leichtle sem var skipaður gjaldþrotastjóri til bráðabrigða vinnur nú með stjórnendum félagsins að skoða möguleika á því að endurskipulagningu félagsins en hann segir fjárhagsstöðuna erfiða en tekur þó fram að undirbúningur fyrir nýtt tímabil gangi þó samkvæmt áætlun. Skyndileg endalok samingaviðræðna Framkvæmdarstjóri rekstarfélagsins Sebastian Götz segir að almennir erfiðleikar í efnahagslífinu ásamt skyndilegum endalokum á samningaviðræðum við styrktaraðila séu meginorsök þess að ákveðið hafi verið að sækja um gjaldþrotaskipti. "Undanfarnar vikur höfum við átt í viðræðum við styrktaraðila en skyndileg afturköllun á þeim svipti okkur fjárhagslegum grundvelli okkar." EHF gefur frá sér yfirlýsingu Evrópska handknattleikssambandið gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins í morgun en liðið er skráð til leiks í Meistaradeild kvenna. En í þessari yfirlýsingu er tekið fram að EHF hefur farið fram á það við félagið að það veiti þeim upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins fyrir mánudaginn 28.júlí. Auk þess óskaði EHF eftir opinberri yfirlýsingu frá þýska handknattleikssambandinu, þar sem að það hafði staðfest fjárhagslega stöðu félagsins, samkvæmt reglum keppninnar, þegar að Ludwigsburg skráði sig til þátttöku í Meistaradeild kvenna 2025/26.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.