Lukas Jørgensen neitaði Veszprém
(Michael Schwartz / dpa Picture-Alliance via AFP)

Bolti Handbolti ((Kristinn Steinn Traustason)

Danski línumaðurinn og landsliðsmaðurinn, Lukas Jørgensen hefði getað yfirgefið Flensburg í sumar og gengið til liðs við stórlið Veszprém í Ungverjalandi en hann sagði nei við félagið.

Ungverjarnir vildu fá hann strax þetta sumarið en það var tilkynnt í seinustu viku að hann væri búinn að semja við Veszprém en að hann myndi ganga til liðs við félagið þegar samningnum hans lýkur við Flensburg. Hann sagði einfaldlega að honum langaði að klára samninginn sinn og hann vildi sýna tryggð við klúbbinn.

„Fabregas er nú þegar farinn frá þeim og þeir áttu möguleika á að fá mig núna í hans stað og ég var einnig með svigrúm til að fara núna en ég er ánægður með félagið, liðið mitt og stuðningsmennina og ég sjálfur hafði áhuga á því að taka eitt ár í viðbót með Flensburg vegna þess að ég nýt þess að spila hér og þess vegna var þetta mjög erfið ákvörðun," sagði Lukas við Flensburg Avis.

Eins og áður kom fram er Jørgensen að ganga til liðs við Veszprém sumarið 2026 en hann segir að það voru ekki launin eða titlarnir sem heilluðu heldur hlutverkið sem þeir vilja að hann sinni hjá félaginu.

„Veszprém voru mjög skýrir með sinn metnað og vilja til að vinna Meistaradeildina og ég trúi á það með þeim. Félagið hefur einnig sótt marga mjög spennandi leikmenn til að hjálpa til við það en það sem hefur verið mikilvægast fyrir mig og ástæðan af hverju ég sagði já við þá er að þeir sögðu við mig frá byrjun að ég ætti að hafa stórt hlutverk í liðinu og vera ákveðinn leiðtogi í hópnum."

Liðsfélagi Jørgensen í landsliðinu, markmaðurinn Emil Nielsen er einn af þessum spennandi leikmönnum sem munu ganga til liðs við liðið á sama tíma og hann en það er spurning hvort að þeir nái að koma þessu yfir línuna fyrir félagið og koma loksins með Meistaradeildarbikarinn til Ungverjalands.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top