Dagmar Guðrún snýr aftur í Fram
(Sævar Jónsson)

Dagmar í leik með ÍR ((Sævar Jónsson)

Örvhenta skyttan, Dagmar Guðrún Pálsdóttir snýr aftur í Úlfarsárdalinn eftir lánsdvöl sína hjá ÍR á síðustu leiktíð. Þetta staðfesti Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram í samtali við Handkastið.

Dagmar var lánuð til ÍR frá Fram eftir fyrstu umferðina í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og lék með ÍR út tímabilið.

Dagmar lék 10 leiki með Fram í Olís-deildinni tímabilið 2023/2024 en eftir að Fram fékk til sín Lenu Margréti Valdimarsdóttur voru tækifæri hennar með Fram liðinu af skornum skammti. Nú er Lena Margrét hinsvegar farin til Svíþjóð í atvinnumennsku og gera má ráð fyrir því að Dagmar verði í stóru hlutverki í mikið breyttu Framliði á komandi tímabili.

Hún fór á kostum með U18 ára landsliði Íslands á HM í Kína síðasta sumar þar sem hún var markahæst leikmanna íslenska landsliðsins með 27 mörk. Dagmar er í U19 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópumótinu í Svartfjallandi þessa dagana.

Dagmar skoraði 42 mörk í 26 leikjum með ÍR á síðasta tímabili og það verður vandasamt verk fyrir Grétar Áka Andersen nýráðin þjálfara kvennaliðs ÍR að fylla það skarð sem Dagmar skilur eftir sig.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top