Dagmar Guðrún snýr aftur í Fram
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagmar í leik með ÍR ((Sævar Jónsson)

Örvhenta skyttan, Dagmar Guðrún Pálsdóttir snýr aftur í Úlfarsárdalinn eftir lánsdvöl sína hjá ÍR á síðustu leiktíð. Þetta staðfesti Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram í samtali við Handkastið.

Dagmar var lánuð til ÍR frá Fram eftir fyrstu umferðina í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og lék með ÍR út tímabilið.

Dagmar lék 10 leiki með Fram í Olís-deildinni tímabilið 2023/2024 en eftir að Fram fékk til sín Lenu Margréti Valdimarsdóttur voru tækifæri hennar með Fram liðinu af skornum skammti. Nú er Lena Margrét hinsvegar farin til Svíþjóð í atvinnumennsku og gera má ráð fyrir því að Dagmar verði í stóru hlutverki í mikið breyttu Framliði á komandi tímabili.

Hún fór á kostum með U18 ára landsliði Íslands á HM í Kína síðasta sumar þar sem hún var markahæst leikmanna íslenska landsliðsins með 27 mörk. Dagmar er í U19 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópumótinu í Svartfjallandi þessa dagana.

Dagmar skoraði 42 mörk í 26 leikjum með ÍR á síðasta tímabili og það verður vandasamt verk fyrir Grétar Áka Andersen nýráðin þjálfara kvennaliðs ÍR að fylla það skarð sem Dagmar skilur eftir sig.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top