Engar formlegar viðræður farnar af stað
(Baldur Þorgilsson)

Jón Halldórsson formaður HSÍ. ((Baldur Þorgilsson)

Handkastið greindi frá því í vikunni að Ágúst Þór Jóhannsson væri hættur sem aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en hann hefur verið Arnari Péturssyni til halds og trausts frá árinu 2020.

Framundan er HM hjá stelpunum okkar sem fer fram í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Handkastið sló á þráðinn og heyrði í Jóni Halldórssyni formanni HSÍ varðandi aðstoðarþjálfarastöðu kvennalandsliðsins sem nú væri laus.

,,Sú vinna er farin af stað nú þegar," sagði Jón aðspurður út í leit af nýjum aðstoðarþjálfara. Hann segir þó að engar formlegar viðræður væru hafnar við einn né neinn.

,,Það er ekkert formlega farið af stað. Við stefnum á að vinna þetta frekar hratt en viljum á sama tíma vanda vel til verka," sagði Jón Halldórsson formaður HSÍ í samtali við Handkastið.

Handkastið setti saman fimm manna lista til gamans í fyrradag af líklegum kandídötum sem gætu tekið við starfi Ágústar og aðstoðað Arnar Pétursson með kvennalandsliðið.

Listann má sjá hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top