Ingunn María missir af byrjun tímabilsins með ÍR
Séra Hafliði

Ingunn María í leik með ÍR. (Sævar Jónsson

Markvörðurinn Ingunn María Brynjarsdóttir hefur skipt alfarið yfir til ÍR frá Fram en hún lék með ÍR í Olís-deildinni á láni frá Fram á síðustu leiktíð. Ingunn var einn af tveimur markvörðum íslenska U19 ára landsliðsins á EM í sumar.

Ingunn verður hinsvegar ekkert með ÍR í upphafi tímabils þar sem hún mun stunda nám í dönskum lýðháskóla til byrjun desember mánaðar. Þetta staðfesti Grétar Áki Andersen nýráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í samtali við Handkastið.

Ekki hefur verið gefið út mótafyrirkomulagið í Olís-deild kvenna fyrir næsta tímabil og því óvíst hversu marga leiki Ingunn missir af með ÍR í upphafi tímabils en ÍR-ingar gera ráð fyrir að hún verði klár að loknum EM-pásunni í desember.

Ingunn var aðalmarkvörður ÍR á síðustu leiktíð er liðið endaði í 5.sæti Olís-deildarinnar en féll úr leik í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í einvígi gegn Val. Ingunn lék alla 27 leiki vetrarins með ÍR og var með rúmlega 30% markvörslu í þeim leikjum.

Sif Hallgrímsdóttir sem varði mark KA/Þórs í ásamt Mateu Lonac í Grill66-deild kvenna í fyrra hefur gengið í raðir ÍR og á að fylla það skarð sem Ingunn skilur eftir sig í byrjun tímabils.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top