Stelpurnar í U17 spila um bronsið eftir tap í dag
(HSÍ)

Stelpurnar spila um bronsið á morgun (HSÍ)

Stelpurnar í U17 ára landsliðinu töpuðu fyrir Þýskalandi rétt í þessu í undanúrslitum Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar 28-24.

Á morgun spila þær því um bronsið og mæta þar annaðhvort Sviss eða Hollandi.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og var fyrri hálfleikur jafn og spennandi og skiptust liðin á því að hafa forskotið. Staðan var jöfn í hálfleik 13-13.

Í seinni hálfleik áttu stelpurnar í vandræðum með framliggjandi 5-1 varnarleik Þjóðverjanna þar sem hin klóka Mia Fuchs, sem er markahæst í mótinu, spilaði fyrir framan þýsku vörnina og reyndist stelpunum okkar oft á tíðum erfið. Þýska liðið byggði forskot sitt hægt og örugglega það sem leið á seinni hálfleikinn og endaði á að sigra 28-24.

Þó ber að nefna að langt er síðan Ísland átti kvennalið á leikunum. Árangurinn hingað til er því frábær og enn medalía í boði fyrir íslenska liðið.

(HSÍ)
Stelpurnar máttu þola tap gegn sterku liði Þýskalands í dag (HSÍ)

Eva Lind Tyrfingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk, Eva Steinsen Jónsdóttir, Hekla Sóley Halldórsdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir og Agnes Lilja Styrmisdóttir skoruðu 3 mörk hver, Vigdís Arna Hjartardóttir, Roksana Jaros og Ebba Guðríður Ægisdóttir skoruðu 2 hver og Guðrún Ólafía Marinósdóttir skoraði 1.

Danijela Sara B. Björnsdóttir átti góðan leik í markinu með 15 varða bolta og Erla Rut Viktorsdóttir varði 2.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top