Strákarnir fagna sigrinum ásamt íslensku stuðningsmönnunum (HSÍ)
Strákarnir í U17 ára landsliðinu unnu 8 marka sigur á Ungverjalandi, 40-32 í undanúrslitum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar rétt í þessu. Það sást strax að strákarnir ætluðu sér sigur í dag en þeir sýndu Ungverjum enga miskunn og voru komnir í 16-8 eftir einungis 20 mínútna leik. Staðan í hálfleik var 25-12 fyrir strákunum okkar. Í síðara hálfleik gáfu strákarnir ekkert eftir og unnu að lokum frækinn sigur og spila því til úrslita á morgun. Andstæðingurinn verður annaðhvort Þýskaland eða Króatía en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum núna kl. 16:15. Gunnar Róbertsson átti enn einn stórleikinn og var markahæstur með 12 mörk. Hann er sem stendur markahæsti leikmaður mótsins með 36 mörk eftir 4 leiki. Ómar Darri Sigurgeirsson kom næstur á eftir með 6 mörk, Freyr Aronsson skoraði 4 mörk, Örn Kolur Kjartansson, Kári Steinn Guðmundsson og Logi Finnsson skoruðu 3 mörk hver, Patrekur Smári Arnarsson, Alex Unnar Hallgrímsson, Bjarki Snorrason og Anton Frans Sigurðsson skorðu 2 hver og Kristófer Tómas Gíslason skoraði 1. Anton Máni Francisco Heldersson varði 10 skot í markinu og Sigmundur Gísli Unnarsson varði 9 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.