Brons hjá U17 eftir sigur á Hollandi
(HSÍ)

Stelpurnar fagna bronsinu (HSÍ)

Stelpurnar í U17 unnu frækinn sigur á Hollandi 31-26 eftir að hafa verið 16-15 yfir í hálfleik í leik um bronsið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag.

Frábær árangur hjá stelpunum en eins og Handkastið sagði frá er langt því að Ísland tefldi fram kvennaliði á mótinu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt kvennalið vinnur til verðlauna á mótinu.

Leikurinn var jafn og spennandi en þegar 10 mínútur voru eftir var allt jafnt 24-24. Tók þá við frábær kafli hjá íslenska liðinu þegar þær slitu sig frá þeim hollensku. Hreint út sagt frábær árangur hjá íslensku stelpunum.

(HSÍ)
Stelpurnar fagna sigrinum í leikslok (HSÍ)

Laufey Helga Óskarsdóttir var markahæst með 12 mörk, Tinna Ósk Gunnarsdóttir skoraði 5, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir og Hekla Sóley Halldórsdóttir skoruðu 2 hvor, Vigdís Arna Hjartardóttir, Klara Káradóttir og Guðrún Ólafía Marinósdóttir skoruðu 1 hver.

Danijela Sara B. Björnsdóttir átti sem fyrr frábæran leik í markinu með 18 varða bolta.

Framundan hjá liðinu er nú ferðalag yfir til Svartfjallalands þar sem Evrópumótið hefst þann 30. júlí en stelpurnar mæta Færeyjum í fyrsta leik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top