Myndin tengist fréttinni ekki á neinn hátt. ((Baldur Þorgilsson)
Markahæsti leikmaður kvennaliðs Viborg HK á síðustu leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni hefur verið meinaður aðgangur að æfingum hjá félaginu og allt bendir til þess að hún yfirgefi félagið. Það er danska vefsíðan Europamaster.dk sem segir frá. Þar segir að órói ríkir innan herbúðar Viborg HK þar sem Christina Pedersen, markahæsti leikmaður félagsins á síðustu leiktíð hefur samkvæmt heimildum TV 2 Sport verið send í leyfi frá æfingum um óákveðinn tíma en hún hefur ekkert æft með liðinu eftir sumarfrí. Ákvörðun félagsins var tekin eftir langvarandi innri deilur og samstarfsvandamál við nokkra af liðsfélögum hennar í liðinu. Christina Pedersen skoraði 164 mörk á síðasta tímabili og var lykilmaður í sóknarleik liðsins. Samkvæmt TV 2 hefur ástandið hins vegar þróast í þátt átt að nokkrir leikmenn hafa neitað að æfa með liðinu á meðan Christina væri á æfingum. Jens Steffensen, framkvæmdastjóri Viborg, staðfestir við TV 2 Sport að félagið sé að díla við leikmannamál, en hann vill ekki útskýra það nánar af tillitssemi bæði við leikmanninn sjálfan og restina af liðinu. TV 2 hefur ekki náð að heyra í frá Christinu Pedersen sjálfri né fyrirliða liðsins, Maríu Fisker, um ástæðu þessarar miklu sundrunar í hópnum. Samkvæmt heimildum Europamaster þá bendir allt til þess að Christina Pedersen gæti verið á förum frá Viborg HK áður en tímabilið byrjar. Vinnur félagið í því að finna lausn á því að markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabils fari í erlent félag. Samkvæmt upplýsingum dönsku vefsíðunnar eru fyrirspurnir í gangi hjá áhugasömum félögum erlendis og markmiðið í herbúðum Viborg er að klára málið eins fljótt og auðið er.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.