U17 ára landsliðin leika til verðlauna í dag
(HSÍ)

U17 karla ((HSÍ)

U17 ára landslið Íslands í karlaflokki leikur í dag úrslitaleik gegn Þýskalandi á Ólympíuhátíð æskunnar sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland vann átta marka sigur á Ungverjum í undanúrslitum í gær og hafa unnið alla sína leiki á mótinu hingað til sannfærandi.

Þýskaland vann einnig stóran sigur í undanúrslitum þegar liðið vann á Króatíu, 35-23. Ísland og Þýskaland mættust á æfingamóti í Færeyjum fyrr í sumar þar sem Þýskaland hafði betur.

Leikurinn hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og hægt er að horfa á leikinn hér án endurgjalds.

Matthías Dagur Þorsteinsson leikmaður Stjörnunnar hefur glímt við meiðsli á öxl sem hann varð fyrir í leik gegn Króatíu fyrr á mótinu. Hann hefur því ekki getað spilað með liðinu í síðustu leikjum og óvíst er með þátttöku hans í leiknum í dag.

U17 ára landsliðs Íslands í kvennaflokki mætir liði Hollands í leiknum um 3.sæti á mótinu en Ísland tapaði gegn Þýskalandi í gær, 28-24 en það hollenska tapaði gegn Sviss með tíu mörkum 31-21 í undanúrslitum.

Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 10:30 að íslenskum tíma.

Leikur Íslands og Hollands verður einnig aðgengilegur á netinu og hægt er að horfa á leikinn hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top