Fara Ólympíuleikarnir 2036 fram í Katar?
(Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Danmörk ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Katar hefur opinberlega tilkynnt framboð sitt til sumarólympíuleikanna 2036. Með því vill Katar verða fyrsta arabíska landið til að halda sumarólympíuleikana. Þýskaland er enn að íhuga umsókn um að halda leikana 2036.

Þýskaland hefur gefið það út að það íhugar að senda umsögn um að landið haldið sumarólympíuleikana 2036, 2040 eða 2044. Það að Katar hafi sótt um að halda leikana 2036 gæti haft áhrif á Þjóðverjana.

Ljóst er að næstu Ólympíuleikar fara fram í Los Angels í Bandaríkjunum 2026 og í Brisbane í Ástralíu 2032. Nú er hinsvegar beðið eftir því að sjá hvaða borg og land heldur leikana 2036.

Litla furstadæmið við Persaflóa hefur staðfest áhuga sinn á að halda sumarólympíuleikana 2036 í höfuðborginni Doha og hefur tilkynnt framboð sitt til Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Þetta kemur fram á vefsíðunni Handball-World.

Samkvæmt Ólympíunefnd Katar er Ólympíumarkmiðið hluti af víðtækari þjóðarsýn þar sem íþróttir gegna lykilhlutverki. Eftir að hafa haldið umdeilt HM í knattspyrnu árið 2022 stefnir Katar nú að því að skrifa sögu sem fyrsta arabíska landið til að halda Ólympíuleikana. ,,Við lofar opnu, fjölbreyttu og sjálfbæru Ólympíulíkani sem mun marka nýjan kafla í sögu Ólympíuleikanna," segir í tilkynningu frá Ólympínefnd Katar.

Það sem vekur athygli Handkastsins er að þegar HM í Katar 2022 fór fram þurfti að færa mótið til vegna hita í Katar á sumrin. HM í knattspyrnu fór því fram dagana 20. nóvember til 18. desember. Það verður því að setja stórt spurningarmerki hvernig Katarar ætla að halda Sumarólympíuleika að sumri til.

Í Þýskalandi hafa nokkrar borgir lýst yfir áhuga á að halda leikana þar á meðal Berlín, Hamborg, München og Rín-Ruhr-héraðið en lokaákvörðun er ekki væntanleg fyrr en árið 2026.

Samkeppnin er hörð: Indland, Indónesía, Tyrkland, Sádi-Arabía, Egyptaland og Suður-Afríka eru einnig í framboði sem mögulegir gestgjafar.

Síðast þegar Þýskaland hýsti sumarólympíuleikana var í München árið 1972. Ef Þýskaland kýs að bjóða í leikana árið 2036 myndi það einnig vekja upp sögulegar spurningar, þar sem 100 ár verða liðin frá því að Berlín hýsti Ólympíuleikana undir nasistastjórninni árið 1936.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top