Kielce semur við franskan landsliðsmann
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Julien Bos Nantes ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Pólska stórliðið, Industria Kielce hefur samið við franska landsliðsmanninn, Julien Bos frá og með sumrinu 2026. Bos gengur til liðs við Kielce frá franska félaginu Nantes. Verður þetta fyrsta félagið sem örvhenta skyttan, Julien Bos leikur með utan Frakklands.

,,Kielce er eitt stærsta félag Evrópu. Í fyrsta skipti á ferlinum mun ég yfirgefa Frakkland og til lands þar sem ég tala ekki tungumálið. Það verður áskorun, en ég er líka að leita að nýrri reynslu. Ég get spilað í þremur stöðum, en eins og er kýs ég að spila sem hægri skytta. Ég hef líka notið þess að spila í miðjunni og er tilbúinn að spila í hvaða stöðu sem er til að gagnast liðinu," sagði Julien Bos þegar hann var kynntur sem leikmaður Kielce frá og með næsta sumri.

,,Í Kielce vil ég vinna eins marga titla og mögulegt er, en sérstaklega Meistaradeildina," segir Bos á vefsíðu félagsins en Bos á að fylla skarð spænska landsliðsmannsins, Alex Dujshebaev sem yfirgefur Kielce næsta sumar ásamt bróður sínum, Daniel Dujshebaev.

Með Dylan Nahi, Benoît Kounkoud og Théo Monar spilar stór hluti franska landsliðsins nú þegar fyrir pólska risann.

,,Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur," sagði íþróttastjóri Kielce og fyrrum pólski landsliðsmaðurinn Michał Jurecki.

Bos spilaði fyrir Montpellier HB á árunum 2018 til 2023 og vann til að mynda Meistaradeildina með félaginu. Hann gekk síðan til liðs við HBC Nantes og hefur leikið með liðinu tvö tímabil og er nú að hefja sitt þriðja tímabil með Nantes sem fóru alla leið í Final4 í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Bos er fæddur árið 1998 og er áræðinn hægri skytta sem hefur leikið sex landsleiki fyrir Frakka.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top