Leikhlé eru ekki fyrir alla. ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)
Danski knattspyrnuþjálfarinn, Rasmus Bertelsen óskaði þess að vera handboltaþjálfari í leik síns liðs, Randers gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á föstudagskvöldið. Þetta sagði hann í viðtali við bold.dk eftir leik. Á föstudagskvöldið lék AGF við Randers í 2. umferð dönsku Superligunar í knattspyrnu. Eftir leikinn sagði Rasmus Bertelsen, þjálfari Randers, að hann óskaði þess að hann gæti notað þjálfarabragð úr handboltaheiminum. Randers var 1-0 undir í hálfleik og hafði AGF mikla yfirburði í leiknum en AGF klikkaði vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Rasmus Bertelsen hafði margt að velta fyrir sér í hálfleiknum, marki undir er lið hans var á hælunum. Svo mikið að knattspyrnuþjálfarinn langaði einfaldlega að skipta um íþrótt. „Ég vildi stundum að ég væri handboltaþjálfari, svo að maður gæti tekið leikhlé og kallaði saman liðið og talað við leikmennina um hlutina,“ sagði Rasmus í samtali við bold.dk eftir leikinn. Í handboltaheiminum hljómar þetta eins og tónlist í eyrum. Því á meðan knattspyrnuþjálfarar þurfa að bíða þolinmóðir eftir leikhléinu, geta handboltaþjálfarar beðið um leikhlé alls þrívegis en að hámarki tvívegis í sama hálfleiknum og einungis einu sinni á síðustu fimm mínútum leiksins. Eins má ekki biðja um leikhlé þegar andstæðingurinn er með boltann. Hefði Bertelsen haft þessi forréttindi í Árósum, hefði hann kannski stöðvað yfirburði AGF fyrr en í hálfleik. En í staðinn varð hann að sætta sig við að bíða til hálfleiks þar sem hann gat farið yfir hlutina með sínu liði. Það hafði heldur betur jákvæð áhrif á liðið því Randers sneri taflinu við og vann að lokum 2-1 sigur. En AGF vann xG bardagann í leiknum 2,51 gegn 1,31.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.