Viltu hafa áhrif? ((Eyjólfur Garðarsson)
Handkastið auglýsir eftir góðu fólki af öllum kynjum til að bætast í þann góða hóp hjá okkur með það að markmiði að auka umfjöllun um Þjóðaríþróttina. Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um handbolta í að verða sjö ár og nú er komið að nýju verkefni, að halda úti vefsíðu sem fjallar um íslenskan og erlendan handbolta. Í dag eru níu einstaklingar sem skrifa fréttir á Handkastid.net og getum við alltaf bætt við okkur öflugum einstaklingum. Eins leitum við eftir að fá afnot af ljósmyndum af íslenskum handboltaleikjum og fleira til. Það sem við erum að leitast eftir: Umsækjendur mega koma hvaðan sem er á landinu en engin skuldbinding felst í því að hafa samband við okkur og vilja taka þátt. Umsóknir sendist á netfangið handkastid(hjá)handkastid.net með upplýsingar um nafn, aldur, áhugasvið og hvaða hlutverk umsækjandi hafi áhuga að taka að sér.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.