Kína U17 kvenna ((Asian Handball Federation)
Blað var brotið í sögu asísks handbolta í Jinggangshan í Kína á laugardaginn þegar Kína stóð uppi sem sigurvegari á heimavelli og vann Asíumeistaramótið í U17 ára landsliðum kvenna. Hafði Suður-Kórea átta sinnum í síðustu tíu keppnum unnið gullverðlaunin í þessum aldursflokki en Japan var ríkjandi meistari. Kína hafði betur gegn Japan í úrslitaleiknum 35-33 en kínverska liðið byrjaði betur í leiknum og var með yfirhöndina allan leikinn. Japan jafnaði metin þegar tvær mínútur voru eftir en Kína reyndist sterkari aðilinn í lokasóknum leiksins. Suður-Kórea tryggði sér bronsið með sannfærandi 30-21 sigri gegn Kasakstan. Átta lið tóku þátt á mótinu en Kyrgyzstan og Uzbekistan sendu ekki lið sín til keppnis á mótinu. Kína, Chinese Taipei, Kazakstan, Hong Kong-Kína, Japan, Suður-Kórea, Indland og Íran tóku þátt á mótinu. Fjögur efstu löndin á mótinu unnu sér þátttökurétt á HM U18 ára landsliða sem fram fer næsta sumar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.