Kína braut blað í sögu asísks handbolta
(Asian Handball Federation)

Kína U17 kvenna ((Asian Handball Federation)

Blað var brotið í sögu asísks handbolta í Jinggangshan í Kína á laugardaginn þegar Kína stóð uppi sem sigurvegari á heimavelli og vann Asíumeistaramótið í U17 ára landsliðum kvenna.

Hafði Suður-Kórea átta sinnum í síðustu tíu keppnum unnið gullverðlaunin í þessum aldursflokki en Japan var ríkjandi meistari.

Kína hafði betur gegn Japan í úrslitaleiknum 35-33 en kínverska liðið byrjaði betur í leiknum og var með yfirhöndina allan leikinn. Japan jafnaði metin þegar tvær mínútur voru eftir en Kína reyndist sterkari aðilinn í lokasóknum leiksins.

Suður-Kórea tryggði sér bronsið með sannfærandi 30-21 sigri gegn Kasakstan.

Átta lið tóku þátt á mótinu en Kyrgyzstan og Uzbekistan sendu ekki lið sín til keppnis á mótinu.

Kína, Chinese Taipei, Kazakstan, Hong Kong-Kína, Japan, Suður-Kórea, Indland og Íran tóku þátt á mótinu.

Fjögur efstu löndin á mótinu unnu sér þátttökurétt á HM U18 ára landsliða sem fram fer næsta sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top