EM U17 kvenna hefst á morgun
(HSÍ)

U17 kvk ((HSÍ)

Evrópumót U17 ára kvenna hefst á morgun en keppnin fer fram í Svartfjallalandi. Þar er Ísland ein af 24 þátttökuþjóðum á mótinu. Ísland leikur fyrsta leik sinn á mótinu í fyrramálið gegn Færeyjum klukkan 10:00 á íslenskum tíma.

Ísland er í C-riðli mótsins ásamt Færeyjum, Hollandi og Sviss.

Íslenska liðið lék á Ólympíuhátíð æskunnar í síðustu viku og endaði þar í 3. sæti keppninnar en þar mætti liðið einmitt bæði Hollandi og Sviss. Ísland tapaði gegn Sviss í riðlakeppninni en vann Holland í leiknum um 3.sætið með fimm mörkum 31-26. Sviss endaði í 2.sæti leikanna.

Þá lék liðið æfingaleiki við Færeyja fyrr í sumar og það mætti því segja að Díana Guðjónsdóttir og Hilmar Guðlaugsson þjálfarar liðsins mæti vel undirbúin á EM.

Leikir Íslands í riðlinum:
Miðvikudagur: Ísland - Færeyjar (10:00)
Fimmtudagur: Ísland - Holland (15:00
Laugardagur: Ísland - Sviss (15:00)

Landsliðshópur Íslands á EM U17:
Markverðir:
Arna Sif Jónsdóttir, Valur (Gengur í raðir Fram í sumar)
Danijela Sara Björnsdóttir, HK
Erla Rut Viktorsdóttir, Haukar
Aðrir leikmenn:
Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV
Alba Mist Gunnarsdóttir, Valur
Danijela Sara Björnsdóttir, HK
Ebba Guðríður Ægisdóttir, Haukar
Eva Lind Tyrfingsdóttir, Selfoss
Eva Steinsen Jónsdóttir, Valur
Guðrún Ólafía Marinósdóttir, FH
Hekla Halldórsdóttir, HK
Klara Káradóttir, ÍBV
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur
Roksana Jaros, Haukar
Tinna Ósk Gunnarsdóttir, HK
Valgerður Elín Snorradóttir, Víkingur
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjarnan

Þjálfarar:
Díana Guðjónsdóttir
Hilmar Guðlaugsson
Markmannsþjálfari:
Einar Bragason
Liðsstjóri:
Brynja Ingimarsdóttir
Sjúkraþjálfari:
Unnar Arnarsson

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top