Groetzki leggur skóna á hilluna eftir tímabilið
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Patrick Groetzki ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Patrick Groetzki hægri hornamaður Rhein-Neckar Löwen mun leggja skóna á hilluna undir lok tímabilsins 2025/26 eftir 19 ár sem atvinnumaður. Rhein-Neckar Löwen greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær.

Groetzki kom til Rhein-Neckar Löwen árið 2007 og lék eitt tímabil hjá U-19 ára liði félagsins eftir að hafa leikið á yngri árum með félaginu SG Pforzheim/Eutingen. Hann er samt sem áður ekki að kveðja félagið eftir tímabilið því hann heldur áfram að vinna innan félagsins en ekki er ljóst hvert starf hans verður.

Hann hefur leikið 594 leiki og skorað 1628 mörk í Þýsku úrvalsdeildinni auk þess að hafa leikið 173 leiki fyrir Þjóðverja og skorað 410 mörk.

Helstu afrek hans á ferlinum er Brons á Ólympíuleikunum árið 2016, Gull í evrópudeild EHF, Sigurvegari Þýsku Úrvalsdeildarinnar í tvígang og sigurvegari Þýska bikarsins einnig í tvígang.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top