Emil Jakobsen SG Flensburg-Handewitt ((Patrick Süphke / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það voru heldur betur stórtíðindi að berast úr handboltaheiminum en danski vefmiðillinn, Europamester greinir frá því í dag að handboltastjörnurnar Emil Jakobsen og Helena Elver hafi slitið sambandi eftir nokkurra ára samband. Segja mætti að ferill þeirra blómstri en sambandið hefur ekki tekist að þola fjarsamband. Eitt þekktasta handboltapar Danmerkur síðustu ára Emil Jakobsen og Helena Elver sem eru bæði 27 ára gömul hefur samkvæmt SE og HØR (Séð og heyrt) slitið sambandi sínu. Bæði hafa þau átt farsælan feril í handbolta, Emil Jakobsen sem markahæsti leikmaður Flensburg-Handewitt á síðasta ári og Elver sem nýr leikstjórnandi hjá stórfélaginu Györ í Ungverjalandi – en einkalíf þeirra hefur ekki náð að halda í við. Langtímaástin sem áður entist þrátt fyrir félagsskipti og ferðalög hefur nú rofnað. Þetta segir í frétt SE og HØR í Danmörku. Samkvæmt heimildum tímaritsins er einhver tími síðan uppúr slitnaði úr sambandi þeirra og hefur Elver til að mynda eytt myndum með Jakobsen. Handkastið óskar Emil Jakobsen og Helena Elver velfarnaðar í öldugangi lífsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.