Virkilega öguð og góð frammistaða
(HSÍ)

U17 kvenna ((HSÍ)

U17 ára landslið kvenna hóf EM í byrjun með 18 marka sigri á Færeyjum 33-15 en mótið fer fram í Svartfjallalandi. Ísland hafði mikla yfirburði í leiknum en úr stöðunni 5-4 stigu stelpurnar á bensíngjöfina og litu aldrei til baka.

Lesa um leikinn hér.

,,Þetta var virkilega fagmannlega gert hjá okkur og við vorum tíu mörkin yfir í hálfleik. Danijela var frábær í markinu og við náðum að rúlla vel á liðinu. Það er gott að geta rúllað á liðinu strax í fyrsta leik og það komu allar með eitthvað að borðinu. Frammistaðan var mjög góð og markaskorun var mjög dreifð," sagði Hilmar Guðlaugsson annar af þjálfurum liðsins í samtali við Handkastið.

,,Þetta var virkilega öguð og góð frammistaða og við náðum að halda skipulagi allan leikinn. Það voru fáir tapaðir boltar allan leikinn og við náðum mörgum hraðarupphlaupum. Eftir smá hikst í upphafi leiks þá gekk þetta mjög vel upp."

Næsti leikur stelpnanna á mótinu er gegn Hollandi á morgun klukkan 15:00 á íslenskum tíma. Hilmar segir að nú fari liðið að undirbúa sig fyrir þann leik.

,,Það er gott að byrja á öflugum sigri og núna byrjum við að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Hollandi. Leikur sem við ætlum klárlega að vinna og sigurinn í dag er mikilvægur upp á framhaldið," sagði Hilmar að lokum í samtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top