Byrjunin á seinni hálfleik var alveg hræðileg
(HSÍ)

Laufey Helga var maður leiksins hjá Íslandi. ((HSÍ)

Hilmar Guðlaugsson einn af tveimur þjálfurum U17 ára kvennalandsliðs Íslands var að vonum sár og svekktur eftir tap stelpnanna gegn Hollandi í 2. umferð riðlakeppni EM sem fram fer í Svartfjallalandi. Fjögurra marka tap 29-25 staðreynd

,,Þetta gekk ekki í dag. Við byrjuðum þetta ágætlega og það var kraftur í okkur í byrjun en við erum að fá alltof mörg mörk á okkur í fyrri hálfleik og þar af leiðandi ekki að fá mikið af hraðarupphlaup. Að sama skapi gekk sóknarleikurinn allt í lagi og við skorum 16 mörk en byrjunin á seinni hálfleiknum var alveg hræðileg," sagði Hilmar í samtali við Handkastið en staðan var jöfn í hálfleik 16-16.

,,Við skorum bara þrjú mörk á fyrstu 20 mínútunum í seinni og eru komin í erfiða stöðu sjö mörkum undir en við endum leikinn ágætlega. Við förum í 5-1 og náum að minnka þetta aðeins niður sem var mikilvægt að enda leikinn vel."

Hilmar sagði að hollenska liðið hafi spilað aggresíft gegn liðinu í dag og íslenska liðið hafi lent í vandræðum.

,,Við hörfum undan og náum litlu floti á boltann. Við erum með alltof marga tapaða bolta, í kringum 12-14 tapaðir boltar. Við eigum mikið inni sóknarlega þrátt fyrir að hafa skorað 25 mörk."

,,Danijela var frábær í markinu með 17 varða og Laufey var frábær með 11 mörk. Aðrar eiga mikið inni. Núna tökum við frídag á morgun og síðan þurfum við að undirbúa okkur vel gegn Sviss. Við þurfum að ná í góð úrslit þar til að eiga möguleika að fara áfram en það verður virkilega erfiður leikur," sagði Hilmar að lokum en leikur Íslands gegn Sviss fer fram á laugardaginn klukkan 15:00.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top