Ein sú besta mætt aftur – Allir skjálfa á beinunum
(Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Nora Mörk ((Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

,,Ógnvekjandi fréttir af Noru Mørk: - Allir skjálfa á beinunum," er fyrirsögnin á danska vefmiðlinum, Europamaster þegar greint er frá því að ein besta handboltakona sögunnar, Nora Mörk sé mætt aftur á völlinn eftir barnseignir og byrjuð að spila með liði sínu Team Esbjerg.

Það er handboltasérfræðingurinn Lars Rasmussen sem sagði þessi orð eftir að ljóst var að Nora Mörk hafi spilað með liðinu sínu á dögunum í æfingaleik gegn Íslendingaliðinu, Blomberg-Lippe sem danska liðið vann nokkuð sannfærandi 34-26.

Nora Mörk er að koma til baka eftir barnsburð en hún lék með norska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í fyrrasumar en glímdi síðan við meiðsli í kjölfarið sem hélt henni frá handboltavellinum áður en hún tilkynnti um óléttuna. Barnsfaðir Noru Mörk, er sænski vinstri hornamaðurinn Jerry Tollbring, leikmaður Fuchse Berlín.

,,Þetta eru gríðarleg tíðindi fyrir Team Esbjerg. Nora Mørk er leikmaður sem getur ráðið úrslitum í leikjum upp á eigin spýtur og skapar allt aðra tegund af ótta hjá andstæðingum. Hún er ein besta hægri skytta sögunnar og allir vita hvað hún getur gert þegar hún er heil," sagði Lars Rasmussen við Europamester.dk.

,,Þegar Nora er inni á vellinum opnast skyndilega miklu meira pláss fyrir samherja hana. Hún dregur mikla athygli til sín og það gefur tækifæri öðrum leikmönnum aukið pláss. Þetta þýðir að andstæðingarnir eru stöðugt í vandræðum," útskýrir hann.

,,Önnur lið skjálfa á beinunum vitandi að hún sé mætt aftur. Þeir vita hversu hættuleg hún er og hversu mikill áhrif hún getur haft á liðið, sérstaklega í stóru leikjunum. Þetta er ekki bara styrking, þetta er leikmaður sem getur hjálpað Esbjerg að vinna Meistaradeildina," sagði Lars Rasmussen sem leggur þó áherslu á að liðið verði að gefa henni tíma til að finna taktinn aftur eftir langa fjarveru.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top