Myndin tengist fréttinni ekki beint. ((Raggi Óla)
Eins og fjallað hefur verið um var markahæsti leikmanni kvennaliðs Viborg í dösnku úrvalsdeildinni meinað að æfa með liðinu eftir sumarfrí vegna ágreinings innan leikmannahóp liðsins. Var Christinu Pedersen leikmanni Viborg bannað að mæta á æfingar í 14 daga til að byrja með. Staðan hefur lítið breyst og er engin lausn í sjónmáli segir í dönskum miðlum sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Jens Steffensen framkvæmdastjóri Viborgar viðurkennir að félagið sé í afar erfiðri stöðu vegna málsins sem hefur myndast milli leikmanna liðsins annars vegar og Christiönu Pedersen hinsvegar. Handboltasérfræðingur BT, Johnny Wojciech Kokborg, telur þetta vera stórkostlegt mál, þar sem það varðar markahæsta leikmann félagsins en í ofanálag þá framlengdi Viborg samning sinn við leikmanninn í maí til ársins 2027. Hann telur að stjórn VHK hafi meðhöndlað málið illa og staðan sé vonlaus fyrir félagið. „Ég get skilið að Viborg grípi til aðgerða ef óánægja er í liðinu. En ég verð að segja að þetta mál hefur verið vonlaust meðhöndlað innan félagsins. Þegar ég les að framkvæmdastjórinn, Jens Steffensen og restin af stjórnendum félagsins segjast ekki hafa vitað af vandamálunum fyrir nokkrum mánuðum, þegar samningurinn var framlengdur. Ég get ekki annað en hrist höfuðið yfir því. Auðvitað hefðu þeir átt að vita af því,“ segir Johnny Wojciech Kokborg við B.T. Hann bætir við að það verði líklega dýrt að rifta samningi við leikmanninn sem á tvö ár eftir og telur það erfitt að fá hana aftur inn í hópinn vegna innri átaka.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.