13 marka tap er Sviss fór illa með U17 stelpurnar
(HSÍ)

U17 kvenna ((HSÍ)

Íslensku stelpurnar í U17 ára landsliðinu léku loka leik sinn í riðlakeppni Evrópumótsins í dag sem fram fer í Svartfjallalandi. Stelpurnar voru með bakið upp við vegg fyrir leikinn í dag en þær þurftu á fimm marka sigri að halda til að tryggja sér áfram í milliriðil.

Ef það var ekki vitað fyrir fram að verkefnið yrði erfitt þá var það orðið ljóst þegar svissneska liðið komst í 7-3 eftir að staðan hafi verið jöfn 3-3 í byrjun leiks. Í stöðunni 6-9 kom svo annar vondur kafli hjá íslenska liðinu sem Sviss stelpurnar nýttu sér vel og skoruðu átta mörk í röð og komust mest ellefu mörkum yfir í fyrir hálfleik, 6-17. Staðan í hálfleik var 8-18 Sviss í vil.

Það var því einungis formsatriði fyrir íslensku stelpurnar að klára leikinn með sæmd. Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks en undir lok leiks gáfu svissnesku stelpurnar í og komust mest fimmtán mörkum yfir 16-31 en lokatölur voru 22-35 Sviss í vil.

Þar með er ljóst að stelpurnar ná ekki markmiðum sínum að komast áfram í milliriðil á mótinu og leika því um 13. - 24. sæti á mótinu. Sviss vann riðilinn með fullt hús stiga og Holland fer áfram eftir fjögurra marka sigur á Íslandi í fyrradag.

Markahæstar í liði Íslands í leiknum voru þær Laufey Helga Óskarsdóttir og Agnes Lilja Styrmisdóttir með fimm mörk hvor úr 24 skotum samtals.

Mörk Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 5 mörk, Agnes Lilja Styrmisdóttir 5, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Roksana Jaros 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1, Alba Mist Gunnarsdóttir 1.

Markvarsla Íslands: Danijela Sara Björnsdóttir 7 varin, 20%

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top