Þurfum að skoða afhverju við erum ekki að ná betri frammistöðu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

U17 kvenna ((HSÍ)

Það var þungt hljóðið í Hilmar Guðlaugssyni einum af tveimur þjálfurum U17 ára kvennalandsliðs Íslands eftir 13 marka tap liðsins gegn Sviss í lokaleik riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svartfjallalandi. Með tapinu er ljóst að liðið nær ekki markmiði sínu að komast uppúr riðlinum og er nú framundan leikir um 13. - 24. sæti í mótinu.

,,Það er lítið að segja um þennan leik annað en að við náðum okkur enganvegin á strik, hvorki varnar né sóknarlega. Heilt yfir var þetta alls ekki nægilega góð frammistaða til að standa í liði eins og Sviss," sagði Hilmar Guðlaugsson í samtali við Handkastið.

,,Við þurfum að skoða vel, þennan leik og undirbúninginn og sjá afhverju við erum ekki að ná betri frammistöðu," sagði Hilmar.

Díana Guðjónsdóttir hinn þjálfari liðsins sagði í viðtali við Handkastið fyrir mót að markmiðið væri að komast uppúr riðlinum. Tap liðsins gegn Hollandi í síðasta leik gerði það hinsvegar erfitt fyrir en íslensku stelpurnar höfðu unnið Holland á Ólympíuhátíð æskunnar um síðustu helgi.

Eins og fyrr segir, teka nú við leikir hjá stelpunum í keppni um 13. - 24. sæti á mótinu og fylgist Handkastið áfram grannt með gengi liðsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top