Laufey Helga Óskarsdóttir ((HSÍ)
Laufey Helga Óskarsdóttir er meðal markahæstu leikmanna á Evrópumóti U17 ára sem fram fer í Svartfjallalandi. Laufey Helga hefur skorað alls 22 mörk í fjórum leikjum Íslands á mótinu eða 5,5 mörk að meðaltali í leik en hún er sjötta markahæst á mótinu. Laufey skoraði fimm mörk fyrir Ísland í dag í jafntefli gegn Serbíu en markahæst á mótinu sem stendur er Gazel Dikme frá Tyrklandi sem hefur skorað 30 mörk. Agnes Lilja Styrmisdóttir er næst markahæst íslensku stelpnanna á mótinu með 16 mörk og Ebba Guðríður Ægisdóttir er síðan búin að skora 13 mörk. Markahæstar á EM U17 eftir fjóra leiki: Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Noregi í fyrramálið klukkan 10:00.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.