U17 kvenna ((HSÍ)
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði gegn Noregi á Evrópumótinu sem fram fer í Svartfjallalandi um þessar mundir. Norska liðið hafði betur með þremur mörkum, 35-32 og fer þar með uppfyrir Ísland í milliriðlinum. Þar með er ljóst að stelpurnar leika um sæti 17. - 24. á HM á næstu dögum. ,,Þetta var erfiður í dag sérstaklega varnarlega. Norska liðið er með stórar skyttur sem léku okkur grátt til að byrja með sérstaklega. Við breyttum síðan um varnarleik og fórum í 5-1 og náðum smá takti þar síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik," sagði Díana Guðjónsdóttir annar af tveimur þjálfurum liðsins. ,,Síðan kemur enn og aftur slæmur kafli um miðbik seinni hálfleiks, sérstaklega varnarlega þar sem við erum að fá á okkur 11 mörk á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og það var erfitt að brúa það bil og ná þeim." ,,Þetta var erfitt og það er svekkelsi hjá okkur að ná ekki stiginu sem við þurftum til að fara ofar í keppninni," sagði Díana og bætir við að það sé margt sem liðið getur lært af þessu móti. ,,Það eru margar að stíga sín fyrstu skref. Við þurfum að nýta þetta í framtíðinni. Þetta er flottur hópur sem langar að ná langt," sagði Díana að lokum í samtali við Handkastið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.