Dánjal Ragnarsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Færeyingurinn Dánjal Ragnarsson er á leið í Olís-deildina á nýjan leik og mun leika með Íslands- og bikarmeisturum Fram sem hafa gert dauðaleit af liðstyrkingu í sumar. Þetta herma heimildir Handkastsins. Dánjal lék með liði ÍBV tvö og hálft tímabil frá árinu 2021 til áramóta 2023. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV tímabilið 2022/2023 en fór síðan aftur til Færeyja um mitt tímabil 2023/2024. Hann varð bikarmeistari með færeyska liðinu, VíF undanfarin tvö tímabil en hann varð bikarmeistari með félaginu tímabilið 2023/2024. Fyrr í sumar gekk Dánjal til liðs við uppeldisfélag sitt, Neistinn og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið en samkvæmt heimildum Handkastsins kemur Dánjal til Fram á eins árs lánssamningi. Er Dánjal kominn til landsins og byrjaður að æfa með Fram liðinu. Framundan er langt og strangt tímabil hjá Fram sem leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem spilaðir verða sex leikir fyrir áfram. Framarar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku í sumar en Reynir Þór Stefánsson hefur gengið í raðir Melsungen í Þýskalandi, Tryggvi Garðar Jónsson gekk í raðir Alpla Hard í Austurríki og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson gekk í raðir Sandefjord í Noregi. Þá liggur Magnús Öder Einarsson enn undir feldi en hann er samningslaus og íhugar framhaldið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.