wSelfossSelfoss ((Sigurður Ástgeirsson)
Ragnarsmót karla hefst mánudaginn 18. ágúst en konurnar hefja leik degi síðar. Verður þetta 37.árið sem mótið fer fram en það var fyrst haldið árið 1989. Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson sem lést í bílslysi árið 1988, aðeins 18 ára að aldri. Þáttakendur karlamegin þetta árið eru Selfoss, ÍBV, HK og Víkingur. Hjá konunum eru það Selfoss, ÍBV, Afturelding og Víkingur sem taka þátt. Karlarnir hefja leik mánudaginn 18.ágúst með leik ÍBV og HK klukkan 18:00. Seinna sama kvöld leika Selfoss og Víkingur. Konurnar hefja svo leik á þriðjudeginum þegar Víkingur og ÍBV eigast við klukkan 18:00 og strax að leik loknum hefja Selfoss og Afturelding leik. Leikjaplan hjá körlunum er sem hér segir: mán. 18. ágú 2025 18:00 Set höllin ÍBV - HK mán. 18. ágú 2025 20:15 Set höllin Selfoss - Víkingur mið. 20. ágú 2025 18:00 Set höllin ÍBV - Víkingur mið. 20. ágú 2025 20:15 Set höllin Selfoss - HK lau. 23. ágú 2025 13:00 Set höllin HK - Víkingur lau. 23. ágú 2025 17:00 Set höllin Selfoss - ÍBV Leikjaplan hjá konunum er hér að neðan: þri. 19. ágú 2025 18:00 Set höllin Víkingur - ÍBV þri. 19. ágú 2025 20:15 Set höllin Selfoss - Afturelding fim. 21. ágú 2025 18:00 Set höllin ÍBV - Afturelding fim. 21. ágú 2025 20:15 Set höllin Selfoss – Víkingur lau. 23. ágú 2025 11:00 Set höllin Víkingur - Afturelding lau. 23. ágú 2025 15:00 Set höllin Selfoss - ÍBV Allar nánari upplýsingar um mótið má finna undir “Næstu leikir” á heimasíðu HSÍ.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.