Stórsigur í fyrsta leik

515961774_18513205357031440_5208314341701709115_n (

U19 ára landslið karla hóf HM í Egyptalandi af miklum krafti í morgun þegar þeir mættu Gíneu í fyrsta leik. Eftir brösuga byrjun þar sem mörg færi fóru forgörðum fór íslenska liðið hamförum. Staðan í hálfleik var 19-8 Íslandi í vil.

Strákarnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og þegar uppi var staðið var stórsigur Íslands staðreynd, 41-19 þar sem allir íslensku leikmennirnir komu við sögu. Frábær sigur í fyrsta leik sem gefur góð fyrirheit fyrir komandi leiki.

Markaskor Íslands:
Bessi Teitsson 7 mörk, Elís Þór Aðalsteinsson 5 mörk, Dagur Árni Heimsson 4 mörk, Haukur Guðmundsson 4 mörk, Garðar Ingi Sindrason 4 mörk, Jens Bragi Bergþórsson 3 mörk, Ingvar Dagur Gunnarsson 3 mörk, Ágúst Guðmundsson 2 mörk, Dagur Leó Fannarsson 2 mörk, Daníel Montoro 2 mörk, Marel Baldvinsson 2 mörk, Stefán Magni Hjartarson 2 mörk og Andri Erlingsson 1 mark.

Jens Sigurðarson var valinn maður leiksins af mótshöldurum að leik loknum

Næsti leikur íslenska liðsins er strax á morgun þegar liðið mætir Sádi Arabíu kl. 09:45. Allir leikir liðsins eru sýndir í beinni útsendingu á YouTube síðu IHF.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top