Daninn áfram með færeyska landsliðið
(Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Peter Bredsdorff Larsen ((Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)

Daninn, Peter Bredsdorff-Larsen hefur framlengt samning sinn sem þjálfari A-landsliðs Færeyja og verður með liðið að minnsta kosti framyfir EM 2028 sem fram fer á Spáni, Sviss og Portúgal ef liðið kemst þangað.

Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun.

Þetta þyðir að Peter Bredsdorff-Larsen stýrir liðinu í tveimur næstu undankeppnum fyrir HM 2027 og EM 2028.

,,Bætingin á liðinu og úrslitin hjá A-landsliðinu undir stjórn Peter Larsen talar sínu áli. Hann hefur komið færeyska landsliðinu í tvígang á EM, bæði á EM í Þýskalandi 2024 og nú á EM 2026 í Noregi, þar sem Færeyjar unnu riðil sinn í undankeppninni. Liðið var nálægt því að komast á HM og áhuginn fyrir landsliðinu í Færeyjum hefur aukist mikið. Það sést á heimaleikjum okkar og stórum áhuga fyrir EM í Osló og á Peter stóran þátt í gengi liðsins," sagði Gunn Ellefsen frá HSF.

Daninn tók við færeyska landsliðinu árið 2021.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top