Bolti Handbolti ((Kristinn Steinn Traustason)
Á fimmtudögum rifjum við upp gamlar handboltafréttir úr fortíðinni frá þeim degi sem er í dag. Í dag, 7. ágúst ætlum við að skella okkur aftur til ársins 1992 er Morgunblaðið fjallaði um tap Íslands gegn Samveldinu á Ólympíuleikunum í Barcelona. ,,Íslendingar leika gegn Frökkum um bronsverðlaun." Það er Skapti Hallgrímsson sem skrifar fréttina frá Barcelona. ,,Ég get ekki neitað því að þetta eru mikil vonbrigði. Ég var farinn að gera mér heilmiklar vonir eftir að við komumst í undanúrslitin,” sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að lipið tapaði fyrir Samveldi sjálfstæðra ríkja (fyrrum Sovétríkjum) 19-23 í undanúrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í gærkvöldi. Það er því ljóst að Íslendingar mæta Frökkum í leik um þriðja sæti og bronsverðlaun. Frakkar töpuðu fyrir heimsmeisturum Svía í hinum leik undanúrslitanna í gær," skrifar Skapti sem í dag er eigandi og ritstjóri Akureyri.net. Valdímar Grímsson var markahæstur Íslendinga í leiknum með sex mörk. Geir Sveinsson skoraði fimm og Júlíus Jónasson fjögur. Héðin Gilsson skoraði tvö og þeir Jakob Sigurðsson og Sigurður Bjarnason skoruðu eitt mark hvor. Bergsveinn Bergsveinsson varði sex skot og Guðmundur Hrafnkelsson þrjú. Hægt er að lesa greinina um tap Íslands gegn Samveldinu í Morgunblaðinu frá árinu 1992 hér. Köstuðum þessu frá okkur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.