Jens Sigurðarson (Jens
Strákarnir í U19 ára landsliði karla mættu Brasilíu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM í Egyptalandi. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið allan leikinn en náðu aldrei að hrista Brasilíu almennilega af sér. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir okkar strákum. Íslenska liðið náði mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. Þegar lokaflautan gall var staðan 25-19. Með sigrinum endaði Ísland með fullt hús stiga og mætir Spáni og Serbíu í milliriðlum á mánudag og þriðjudag. Sádí Arabía fylgir íslenska liðinu upp í milliriðla. Markaskor Íslands: Jens Sigurðarsson markvörður var valinn maður leiksins af hálfu mótshaldara að leik loknum.
Ágúst Guðmundsson 10 mörk, Andri Erlingsson 4 mörk, Dagur Árni Heimisson 3 mörk, Elís Þór Aðalsteinsson 3 mörk, Jens Bragi Bergþórsson 2 mörk Dagur Leó Fannarsson 1 mark, Haukur Guðmundsson 1 mark og Ingvar Dagur Gunnarsson 1 mark.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.