Fullt hús stiga
Jens

Jens Sigurðarson (Jens

Strákarnir í U19 ára landsliði karla mættu Brasilíu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM í Egyptalandi. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið allan leikinn en náðu aldrei að hrista Brasilíu almennilega af sér. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir okkar strákum.

Íslenska liðið náði mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. Þegar lokaflautan gall var staðan 25-19. Með sigrinum endaði Ísland með fullt hús stiga og mætir Spáni og Serbíu í milliriðlum á mánudag og þriðjudag. Sádí Arabía fylgir íslenska liðinu upp í milliriðla.

Markaskor Íslands:
Ágúst Guðmundsson 10 mörk, Andri Erlingsson 4 mörk, Dagur Árni Heimisson 3 mörk, Elís Þór Aðalsteinsson 3 mörk, Jens Bragi Bergþórsson 2 mörk Dagur Leó Fannarsson 1 mark, Haukur Guðmundsson 1 mark og Ingvar Dagur Gunnarsson 1 mark.

Jens Sigurðarsson markvörður var valinn maður leiksins af hálfu mótshaldara að leik loknum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top