Slóvakía ((Match Lens)
U17 ára landslið Slóvakíu í kvenna er Evrópumeistari eftir sigur á Króatíu í úrslitaleik EM sem fram fór í Svartfjallalandi. Liðin mættust í úrslitaleik mótsins fyrr í dag. Er þetta fyrstu gullverðlaun Slóvakíu í kvennaflokki á stórmóti. Slóvakía leiddi með einu marki í hálfleik 18-17 en vann að lokum fjögurra marka sigur 34-30 en liðið komst mest sex mörkum yfir í leiknum. Var þessi úrslitaleikur sögulegur fyrir báðar þjóðir því um var að ræða fyrsta úrslitaleik beggja þjóða í kvenna handbolta. Besti árangur kvennaliðs Króatíu var bronsverðlaunin á EM 2020. Slóvakía hafði aldrei áður komist í undanúrslit í kvennaflokki fyrr en nú. Maria Bartková, vinstri skytta Slóvakíu, skoraði 14 mörk úr 16 skotum og reyndist drjúg í sigri þeirra. Fyrir Króatíu var Antea Jerkovic markahæst með sex mörk. Heimakonur í Svartfjallalandi tryggðu sér bronsverðlaun með tveggja marka sigri gegn Spáni, 22-20. Íslenska liðið endaði í 17.sæti á mótinu eftir sigur á Noregi fyrr í dag. Leikstjórnandinn Martina Knezevic frá Svartfjallalandi var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins. Úrvalslið EM U17 kvenna 2025: MVP - Martina Knezevic (Svartfjallaland) Markmaður - Masa Dubljevic (Svartfjallaland) Vinstra horn - Lauryn Mierzwa (Sviss) Vinstri skytta - Mária Bartková (Slóvakía) Miðjumaður - Antea Jerkovic (Króatía) Línumaður- Sofie-Matilde Taylor (Danmörk) Hægri skytta - Edurne Donderis Sánchez (Spánn) Hægra horn - Nayenka Noslen (Frakkland) Besti varnarmaðurinn - Liliana Gogová (Slóvakía) Markahæst - Gazel Dikme (Tyrkaland) - 75 goals
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.