Stelpurnar eiga aldrei eftir að gleyma þessu sumri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

U17 kvenna, starfslið og stuðningsfólk (HSÍ)

Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari U17 landsliðs kvenna var virkilega ánægð með fyrri hálfleikinn hjá stelpunum í sigri á Noregi í dag. „Leikmenn mættu klárar til leiks og spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik en mér fannst við slaka aðeins of mikið á í seinni hálfleik og hleyptum óþarfa spennu í þetta undir restina.“

Varðandi mótið í heildina var Díana ánægð með hvernig stelpurnar kláruðu verkefni: „Við hefðum viljað gera betur í leik 2 og 3 á mótinu en eftir þá settum við okkur ný markmið, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við ná þeim markmiðum ef frá er talinn seinni hálfleikurinn í dag. „

„Við þurfum að vinna meira með varnarleikinn þar sem við erum ekki hávaxið lið en við erum líkamlega sterkar og lesum leikinn vel.“

Þegar spurt er út í framhaldið hafði Díana þetta að segja: „Stelpurnar eiga aldrei eftir að gleyma þessu sumri, þetta er mikill lærdómur fyrir þær og núna er þetta í þeirra höndum að ákveða hvað þær vilja í framtíðinni og hvert þær vilja stefna og hversu langt þær vilja ná. Það er eitthvað sem við sem hópur munum skoða næst þegar við hittumst.“

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top