Stelpurnar tryggðu sér 17.sætið
HSÍ

Stelpurnar fagna sigri á Noregi (HSÍ)

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára lauk keppni á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Svartfjallalandi í dag. Íslensku stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Noreg 29-27 og tryggðu sér 17.sætið á mótinu.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en í stöðunni 5-7 fyrir Noregi sagði íslenska liðið hingað og ekki lengra og skoraði 5 mörk í röð og breytti stöðunni í 10-7. Stelpurnar bættu svo í forskotið í lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik með 8 mörkum, 18-10.

Íslenska liðið komst mest 9 mörkum yfir í síðari hálfleik en hleyptu óþarflega mikilli spennu í leikinn undir lokin og endaðu á að sigra með 2 mörkum, 29-27.

Laufey Helga Óskarsdóttir hélt uppteknum hætti á mótinu og átti stórkostlegan leik og skoraði 10 mörk, Roksana Jaros kom næst með 5 mörk.

Ísland endaði mótið því virkilega vel með þrem sigurleikjum eftir vonbrigðin í milliriðlinum.

Markaskor Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 10mörk, Roksana Jaros 5, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1, Klara Káradóttir 1, Alba Mist Gunnarsdóttir 1.

Markvarsla: Engin tölfræði liggur fyrir á heimasíðu EHF.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top