Laufey Helga fimmta markahæst á EM
(HSÍ)

Laufey Helga Óskarsdóttir ((HSÍ)

Evrópumót kvenna skipað leikmönnum 17 ára og yngri lauk í gær í Svartfjallalandi er Slóvakía tryggði sér gullið eftir sögulegan úrslitaleik gegn Króatíu þar sem hvorug þjóðanna hefur náð eins langt á stórmóti í kvenna handbolta.

Íslenska landsliðið endaði í 17.sæti á mótinu eftir sigur á Noregi í gær.

Laufey Helga Óskarsdóttir leikmaður íslenska liðsins endaði sem fimmti markahæsti leikmaður mótsins með 58 mörk í átta leikjum sem gera rúmlega sjö mark að meðatali í leik.

Ebba Guðríður Ægisdóttir var næst markahæst í íslenska liðinu á mótinu með 35 mörk. Agnes Lilja Styrmisdóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir skoruðu báðar 22 mörk.

Gazel Dikme frá Tyrklandi var markahæst á mótinu en hún skoraði 75 mörk en næst henni var Alteja Ustilaite frá Litháen en hún skoraði 70 mörk.

  1. Gazel Dikme (Tyrkland) - 75 mörk
  2. Alteja Ustilaite (Litháen) - 70 mörk
  3. Jagoda Tobolewska (Pólland) - 67 mörk
  4. Mária Bartková (Slóvakía) - 66 mörk
  5. Laufey Helga Óskarsdóttir (Ísland) - 58 mörk
  6. Martina Knezevic (Svartfjallaland) - 58 mörk
  7. Tamara Dusic (Serbía) - 58 mörk

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top