Laufey Helga Óskarsdóttir ((HSÍ)
Evrópumót kvenna skipað leikmönnum 17 ára og yngri lauk í gær í Svartfjallalandi er Slóvakía tryggði sér gullið eftir sögulegan úrslitaleik gegn Króatíu þar sem hvorug þjóðanna hefur náð eins langt á stórmóti í kvenna handbolta. Íslenska landsliðið endaði í 17.sæti á mótinu eftir sigur á Noregi í gær. Laufey Helga Óskarsdóttir leikmaður íslenska liðsins endaði sem fimmti markahæsti leikmaður mótsins með 58 mörk í átta leikjum sem gera rúmlega sjö mark að meðatali í leik. Ebba Guðríður Ægisdóttir var næst markahæst í íslenska liðinu á mótinu með 35 mörk. Agnes Lilja Styrmisdóttir og Eva Lind Tyrfingsdóttir skoruðu báðar 22 mörk. Gazel Dikme frá Tyrklandi var markahæst á mótinu en hún skoraði 75 mörk en næst henni var Alteja Ustilaite frá Litháen en hún skoraði 70 mörk.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.