Heimir Ríkarðsson (HSÍ)
Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og sigraði Spánverja 32-31 í hreint út sagt ótrúlegum handboltaleik fyrr í dag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í 8 liða úrslitum mótsins. „Eins og gefur að skilja er maður í skýjunum með þennan sigur á Spáni og þessi síðasta mínúta er eitthvað sem maður mun alltaf muna, þvílíkt og annað eins,“ sagði Heimir Ríkarðsson í samtali við Handkastið. „Ég var ánægður með strákarnir voru mótiveraðir og ákveðnir í að selja sig til síðasta manns og mig langar til að hrósa öllum hópnum, sama hversu mikið menn spiluðu, það var gríðarleg stemmning og menn að keppa hvorn annan upp,” en það lýsir sér eflaust best í því að strákarnir skoruðu 2 mörk á síðustu 15 sekúndum leiksins og tryggðu sér hreint út sagt ótrúlegan sigur. „Nú er takmarkinu náð og erum rosalega ánægðir með það og nú er stefnan sett á að sigra næsta leik og koma okkur á pall. Það verður töff en þessir leikmenn sýndu það í dag að þeir eru til alls líklegir og þetta er ótrúlegur hópur.”
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.