Vel heppnuð æfingaferð KA/Þór stúlkna austur á firði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Matea Lonac ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Meistaraflokkur kvenna í KA/Þór skellti sér austur á firði síðastliðna helgi í æfingaferð. Nánar tiltekið á Egilsstaði. Þetta kom fram á Instagram reikningi liðsins.

Þar æfði liðið í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og átti skemmtilega daga saman eins og sagt var á Instagram síðunni. Einnig skelltu þær sér í Axarkast og í Vök Baths. Þónokkrar myndir af ferðinni má sjá á sama samfélagsmiðlareikning.

KA/Þór mun spreyta sig á nýjan leik í Olís deild kvenna eftir að hafa leikið í Grill 66 deildinni á síðastliðnu leiktímabili. Sigruðu þær Grill deildina frekar sannfærandi. Unnu 16 leiki, gerðu 2 jafntefli, töpuðu ekki leik og voru með 191 mörk í plús.

4 nýjir leikmenn hafa komið til liðsins frá því í fyrra og verður áhugavert að sjá hvernig svip sinn þær setja á liðið. Þetta eru Ungverjarnir Bernadett Réka Leiner og Anna Petrovics, Trude Blestrud Håkonsen frá Noregi og loks Eyjamærin Herdís Eiríksdóttir.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 13
Scroll to Top