Vel heppnuð æfingaferð KA/Þór stúlkna austur á firði
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Matea Lonac ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Meistaraflokkur kvenna í KA/Þór skellti sér austur á firði síðastliðna helgi í æfingaferð. Nánar tiltekið á Egilsstaði. Þetta kom fram á Instagram reikningi liðsins.

Þar æfði liðið í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og átti skemmtilega daga saman eins og sagt var á Instagram síðunni. Einnig skelltu þær sér í Axarkast og í Vök Baths. Þónokkrar myndir af ferðinni má sjá á sama samfélagsmiðlareikning.

KA/Þór mun spreyta sig á nýjan leik í Olís deild kvenna eftir að hafa leikið í Grill 66 deildinni á síðastliðnu leiktímabili. Sigruðu þær Grill deildina frekar sannfærandi. Unnu 16 leiki, gerðu 2 jafntefli, töpuðu ekki leik og voru með 191 mörk í plús.

4 nýjir leikmenn hafa komið til liðsins frá því í fyrra og verður áhugavert að sjá hvernig svip sinn þær setja á liðið. Þetta eru Ungverjarnir Bernadett Réka Leiner og Anna Petrovics, Trude Blestrud Håkonsen frá Noregi og loks Eyjamærin Herdís Eiríksdóttir.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top